Fótbolti

Belgar verða í Tinnatreyjum á EM

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jan Vertonghen í varabúningi Belga sem er í stíl við fatnað Tinna.
Jan Vertonghen í varabúningi Belga sem er í stíl við fatnað Tinna. Mynd/Samsett

Það styttist í Evrópumót karla í fótbolta í sumar og knattspyrnusambönd farin að kynna búninga sína fyrir komandi mót. Belgar munu heiðra eina frægustu sögupersónu í sögu lands og þjóðar.

Ítalir, Belgar og Þjóðverjar eru á meðal þeirra sem hafa opinberað Adidas-treyjur sínar fyrir Evrópumótið í sumar. Þeir belgísku fara skemmtilega leið með nýju varatreyjunni sem er ætlað að heiðra rithöfundinn Hergé og sögupersónu hans Tinna, blaðamanninn víðförula.

Treyjan ljósblá með hvítum kraga og stuttbuxurnar brúnar. Það er í stíl við fatnað Tinna í teiknimyndasögunum frægu.

Romelu Lukaku í heimatreyju Belga og Arthur Theate í varatreyjunni.Mynd/Twitter

Belgía verður í E-riðli Evrópumótsins með Slóvakíu og Rúmeníu. Liðið sem vinnur umspil Íslands sem fram undan er mun einnig vera í þeim riðli.

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins þann 21. mars og Bosnía mætir Úkraínu í hinni undanúrslitaviðureigninni. Það lið sem vinnur úrslitaleik einvígisins 26. mars kemst á EM og fer í E-riðilinn.

Landsliðshópur Íslands fyrir verkefnið verður kynntur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×