Krónan brást strax við Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:01 Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður. Það skal tekið fram að Wok On var rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Í yfirlýsingu frá Wok On sem birt var í fjölmiðlum 10. nóvember sl. var tiltekið að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar. Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er vert að taka fram að Krónan hefur ítrekað fengið hæstu einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu og alltaf haft það að markmiði að viðhalda hæstu stöðlum í þeim efnum. Krónan hefur gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Það er því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu. Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama. Hagsmunir viðskiptavina Krónunnar hafa verið og verða ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Davíðs Viðarssonar Matvöruverslun Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. 12. mars 2024 10:38 Hallærislegt hjá Krónunni Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 12. mars 2024 10:00 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður. Það skal tekið fram að Wok On var rekið af sjálfstæðum rekstraraðilum og á eigin starfsleyfi. Í yfirlýsingu frá Wok On sem birt var í fjölmiðlum 10. nóvember sl. var tiltekið að eigandi lagersins í Sóltúni kæmi ekki að rekstri Wok On staðanna og að birgjar væru allt viðurkenndir aðilar. Það sama var gert á fundum með Krónunni, þar sem stjórnendur Krónunnar voru fullvissaðir um að engin matvæli frá umræddum matvælalager hefðu komið inn á stað Wok On í Krónunni. Að auki staðfestu þáverandi forsvarsmenn Wok On að staðurinn uppfyllti öll skilyrði um heilnæmi og meðferð matvæla en það kemur skýrt fram í samningum Krónunnar að heilbrigðisreglugerðum skuli fylgt í hvívetna af hálfu rekstraraðila. Krónan treysti því að starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig er vert að taka fram að Krónan hefur ítrekað fengið hæstu einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu og alltaf haft það að markmiði að viðhalda hæstu stöðlum í þeim efnum. Krónan hefur gripið til allra þeirra samningsbundnu og lagalegu úrræða sem hafa verið tæk á hverjum tíma með velferð viðskiptavina að markmiði. Það er því fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina sinna til að forða Krónunni frá hugsanlegri skaðabótaskyldu. Við sjáum það núna í ljósi þessa hörmulega máls að Krónan þarf að gera ítarlegri kröfur á þá sem reka sjálfstæð veitingarými innan verslana varðandi upplýsingagjöf úr niðurstöðum Heilbrigðiseftirlitsins. Krónan mun gera þessar niðurstöður sýnilegar viðskiptavinum staðanna þannig að öllum verði ljóst áður en þeir versla á viðkomandi stöðum hvaða einkunn þeir fá frá Heilbrigðiseftirlitinu. Krónan fagnar auknu gagnsæi og hvetur aðrar matvöruverslanir, mathallir og veitingastaði til að gera slíkt hið sama. Hagsmunir viðskiptavina Krónunnar hafa verið og verða ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krónunnar.
Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. 12. mars 2024 10:38
Hallærislegt hjá Krónunni Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 12. mars 2024 10:00
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar