Fimm prósent af þingmanni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 13:30 Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun