Körfubolti

Elvar Már öflugur í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þrátt fyrir góðan leik þá náði PAOK ekki í sigur.
Þrátt fyrir góðan leik þá náði PAOK ekki í sigur. @BASKETBALLCL

Elvar Már Friðriksson og félagar í PAOK máttu þola 11 stiga tap gegn AEK í grísku úrvalsdeild karla í körfubolta í dag. Elvar Már átt að venju góðan leik sóknarlega.

Leikurinn var í járnum framan af en aðeins munaði stigi á liðunum í hálfleik, staðan þá 45-44 PAOK í vil. Í þriðja leikhluta lögðu gestirnir hins vegar grunn að sigri kvöldsins en heimamönnum tókst aðeins að skora 16 stig á þeim tíma.

Munurinn jókst enn frekar í fjórða leikhluta og var orðinn 11 stig þegar leikurinn kláraðist, staðan þá 85-94. Elvar Már var stoðsendingahæstur í liði PAOK með 8 slíkar, þá skoraði hann 10 stig og tók 4 fráköst.

Eftir tapið er PAOK í 7. sæti deildarinnar með 8 sigra í 18 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×