Franska undrið í sögubækurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2024 17:31 Victor Wembanyama skýtur yfir Chet Holmgren. Þessir mögnuðu nýliðar áttust við þegar San Antonio Spurs tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. getty/Brien Aho Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað. Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp. NBA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik San Antonio og Oklahoma City Thunder, eða öllu heldur baráttu nýliðanna Wembanyamas og Chets Holmgren. Sá síðarnefndi átti fínan leik, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. En hann átti lítið í Wembanyama. Frakkinn skoraði nefnilega 28 stig, tók þrettán fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Wembanyama varð þar með sá fyrsti í sögu NBA sem er að minnsta kosti með 25 stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar, fimm varin skot og fimm þriggja stiga körfur í sama leiknum. Victor Wembanyama becomes the first player in NBA history to record 25+ points, 10+ rebounds, 5+ assists, 5+ blocks, and 5+ 3PM in a game 📈🔥 28 PTS 🔥 13 REB 🔥 7 AST🔥 5 BLK🔥 5 3PM🔥 W pic.twitter.com/xNKwwOpNmS— NBA (@NBA) March 1, 2024 San Antonio vann leikinn, 132-118, en þetta var í fyrsta sinn 26 daga sem liðið spilar á heimavelli sínum í Texas. Spurs lenti undir í 4. leikhluta en kom til baka og Wembanyama kláraði svo dæmið þegar mest á reyndi. Hann setti niður þriggja stiga skot þegar tvær mínútur og tíu sekúndur voru eftir og varði síðan skot frá Holmgren tuttugu sekúndum síðar. Wembanyama hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að vera með að minnsta kosti tuttugu stig, tíu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm varin skot á sjö leikja kafla frá tímabilinu 1973-74. Hinir sem hafa afrekað það eru Kareem Abdul-Jabbar og David Robinson. Í vetur er Wembanyama með 20,6 stig, 10,2 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 3,3 varin skot að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að vera með Wembanyama í sínum röðum er San Antonio á botni Vesturdeildarinnar með aðeins tólf sigra og 48 töp.
NBA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira