„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2024 07:30 Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hann hefur verið á fullu síðan hann tók við starfinu. Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. „Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
„Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira