Sport

Gengur um á höndunum komin sjö mánuði á leið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir fer enn létt með að ganga um á höndunum þrátt fyrir að vera komin með stóra bumbu.
Anníe Mist Þórisdóttir fer enn létt með að ganga um á höndunum þrátt fyrir að vera komin með stóra bumbu. @anniethorisdottir

Anníe Mist Þórisdóttir vonast eftir því að fólkið sem tekur þátt í The Open í ár fái að reyna sig við æfingar þar sem þarf að ganga um á höndum. Hún er sjálf klár í slíka æfingu þrátt fyrir að vera kasólétt.

Anníe á að eiga í byrjun maí og það styttist því í að hennar annað barn komi í heiminn. Anníe hefur þegar sagt frá því að hún ætli að vera með í The Open í ár svona eins langt og það nær.

Það eru sumar æfingar sem hún ræður við og aðrar ekki. Hún verði að velja og hafna þegar æfingarnar verða opinberaðar.

„Það er fullt af æfingum sem líkaminn minn leyfir mér ekki að framkvæma þessa dagana en að snúa öfugt er ekki eitt af því. Ég held mikið upp á það,“ skrifaði Anníe Mist.

Anníe sýndi nýverið myndband af sér gangandi um á höndum þar sem hún lét ekki sjö mánaða kúlu trufla sig. Hún segist taka slíkri æfingu fagnandi eins og fá að reyna sig við handstöðubeygjur.

Það væru hins vegar ekki góðar fréttir fyrir okkar konur ef að það verða svokallaðar burpees-æfingar á æfingalistanum en það er fjórskipt þolæfing sem samanstendur af hnébeygju, planka, armbeygjum og stökki. Það er alls ekki gott fyrir kasólétta konu af standa í slíkum átökum.

Hér fyrir neðan má sjá Anníe ganga um á höndum í CrossFit Reykjavík komin tæpa sjö mánuði á leið og þetta er örugglega ekki sjón sem fólk sér á hverjum degi í lyftingasölum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×