Opin landamæri Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:00 Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun