Körfubolti

Lögmálsliðar agn­dofa yfir rödd Zions: „Ég myndi alltaf vilja hafa svona mann á X-inu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Steindórsson er mikill aðdáandi Zions Williamson.
Tómas Steindórsson er mikill aðdáandi Zions Williamson. getty/Sean Gardner

Í Lögmáli leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir slagsmálin í leik New Orleans Pelicans og Miami Heat og rödd ofurstjörnunnar Zions Williamson.

Upp úr sauð þegar Kevin Love, leikmaður Miami, greip utan um Zion, leikmann New Orleans, í leik liðanna um helgina. Fjórum leikmönnum var vísað út úr húsi, þar á meðal Jimmy Butler, skærustu stjörnu Heat.

Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru yfir slagsmálin og hlustuðu svo á viðtal við Zion. Þá fyrst urðu menn nánast orðlausir.

„Þetta er geggjaður náungi,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Þetta var MORFÍS-style. Ef fyrirtæki vantar einhvern talsmann eða einhvern sem er að gera heimildamynd vantar einhvern til að tala inn á hana, þá er Zion Williamson maðurinn.“

Klippa: Lögmál leiksins - Slagsmálin í New Orleans

Tómas var líka hrifinn af eyrnarlokknum hans Zions. „Þetta er töffari. Ég myndi alltaf vilja hafa svona mann á X-inu,“ sagði hann.

Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×