Skömmin sem getur fylgt því að örmagnast Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:00 Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun