Katrín Jakobsdóttir <3 Trump Gabríel Ingimarsson skrifar 23. febrúar 2024 06:00 Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og eru talin til marks um það að líklegasta forsetaefni Repúblikana ætli sér að grafa enn frekar undan varnarbandalaginu. Varnir og öryggi okkar Íslendinga byggja á aðild okkar að NATO, öll okkar egg eru í þeirri körfu. Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu. Ummæli forsetans fyrrverandi hljóta þó að vekja sérstaka kátínu í röðum íslenskra hernaðarandstæðinga. Enda hafa þeir löngum haft það að markmiði að Ísland sé með öllu varnarlaust og standi utan NATO. Það sama má segja um VG, flokk Katrínar Jakobsdóttur sem barist hefur gegn veru Íslands í bandalaginu í áraraðir og vill að Ísland segi sig úr NATO. Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump. Segjum sem svo að Trump verði endurkjörinn. Segjum sem svo að honum takist að mylja undan NATO. Segjum sem svo að hingað komi rússneskt herlið. Þá getum við væntanlega stólað á hernaðarandstæðingana í VG að minna Pútín á að Ísland hafni jú hernaði og standi fyrir frið. Einfalt ekki satt? Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn NATO Vinstri græn Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og eru talin til marks um það að líklegasta forsetaefni Repúblikana ætli sér að grafa enn frekar undan varnarbandalaginu. Varnir og öryggi okkar Íslendinga byggja á aðild okkar að NATO, öll okkar egg eru í þeirri körfu. Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu. Ummæli forsetans fyrrverandi hljóta þó að vekja sérstaka kátínu í röðum íslenskra hernaðarandstæðinga. Enda hafa þeir löngum haft það að markmiði að Ísland sé með öllu varnarlaust og standi utan NATO. Það sama má segja um VG, flokk Katrínar Jakobsdóttur sem barist hefur gegn veru Íslands í bandalaginu í áraraðir og vill að Ísland segi sig úr NATO. Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump. Segjum sem svo að Trump verði endurkjörinn. Segjum sem svo að honum takist að mylja undan NATO. Segjum sem svo að hingað komi rússneskt herlið. Þá getum við væntanlega stólað á hernaðarandstæðingana í VG að minna Pútín á að Ísland hafni jú hernaði og standi fyrir frið. Einfalt ekki satt? Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun