Körfubolti

Mynda­syrpa frá magnaðari endur­komu í fullri Laugar­dals­höll

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már var mættur til að láta finna fyrir sér.
Elvar Már var mættur til að láta finna fyrir sér. Vísir/Hulda Margrét

Ísland hefur leik í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta sem fram fer á næsta ári með gríðarlega mikilvægum fimm stiga sigri á Ungverjalandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar framan af leik og var undir lungann úr leiknum. Í fjórða leikhluta small hins vegar allt saman og íslenska liðið sneri leiknum algjörlega sér í vil. Hér að neðan má sjá myndir sem Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, tók á leiknum.

Það var rafmögnuð stemning í Höllinni og þétt setið.Vísir/Hulda Margrét
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Hulda Margrét
Martin Hermannsson spilaði sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2022.Vísir/Hulda Margrét
Martin á fleygiferð. Það var ekki að sjá að það væru tvö ár síðan hann hefði spilað landsleik.Vísir/Hulda Margrét
Tryggvi Snær treður af öllu afli.Vísir/Hulda Margrét
Tryggvi Snær í baráttunni eins og svo oft áður.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már Friðriksson umkringdur.Vísir/Hulda Margrét
Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már var ekkert að grínast í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Einbeittur með eindæmum.Vísir/Hulda Margrét
Það var allt reynt til að stöðva Martin. Ekkert gekk en hann skoraði 17 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 4 fráköst.Vísir/Hulda Margrét
Martin kann svo vel við boltann að hann varð bara að þefa vel af honum.Vísir/Hulda Margrét
Töframaðurinn Martin Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét
Gyorgy Goloman skildi ekkert þegar Ísland tók yfir leikinn.Vísir/Hulda Margrét
Kristinn Pálsson á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét
Kristinn steig heldur betur upp í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Dressman auglýsing? Fimm fræknu? Nýjasta strákahljómsveit Íslands? Eða bara hluti af þeim sem lögðu sitt á vogarskálarnar í sigrinum á Ungverjum.Vísir/Hulda Margrét
Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×