„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent