Ekki fara í skattaköttinn Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir skrifa 22. febrúar 2024 13:01 Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun