Carl Lewis líkir nýjum langstökksreglum við aprílgabb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Carl Lewis í langstökkskeppninni á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Getty/David Cannon Carl Lewis er einn besti langstökkvari sögunnar. Það sem hann er ekki er aðdáandi breytinga á reglum í langstökki sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur nú boðað. Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira