Carl Lewis líkir nýjum langstökksreglum við aprílgabb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Carl Lewis í langstökkskeppninni á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Getty/David Cannon Carl Lewis er einn besti langstökkvari sögunnar. Það sem hann er ekki er aðdáandi breytinga á reglum í langstökki sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur nú boðað. Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjá meira
Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjá meira