18 mánuðir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 10:31 Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Fæðingarorlof Leikskólar Mest lesið Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson Skoðun Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar Skoðun Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða orka? Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar Skoðun Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Mun gervigreind skapa stafræna stéttaskiptingu á Íslandi? Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Að breyta leiknum Hera Grímsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvað liggur í þessum ólgusjó? Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Bull og rugl frá Bugl Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður.
Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar
Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar
Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar
Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun