Körfubolti

Lög­mál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klay Thompson er í breyttu hlutverki.
Klay Thompson er í breyttu hlutverki. Alex Goodlett/Getty Images

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing um NBA-deildina sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín.

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýnt var fyrr í kvöld. Að venju er leikurinn þannig að lögð er fram fullyrðing sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín.

Líkt og svo oft áður var farið um víðan völl. Farið var yfir gengi Los Angeles Lakers og Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Þjálfaraskipti Milwaukee Bucks voru einnig til umræðu og þar kom í ljós að Giannis Antetokounmpo ræður öllu í Milwaukee. Þá var rætt hversu opin deildin er og hversu öflugt lið New Orleans Pelicans er.

Lakers fer lengra en Warriors í úrslitakeppninni

Tómas Steindórsson fékk þann heiður að svara fyrstur og þar stóð ekki á svörum:

„Ósammála.“

„Leikjum síðustu 2-3 vikna. Eins og þetta Warriors-lið núna, þeir eru samt alltof gjarnir að tapa jöfnum leikjum en við sáum það á móti Los Angeles Clippers, þetta er orðið dálítið smurt finnst mér. Svo virðist Klay (Thompson) ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum. Hann er sár yfir því en ætlar að sætta sig við það og vera með. held það gæti hjálpað liðinu helling,“ sagði Tómas aðspurður á hverju hann byggði svar sitt.

Klippa: Lögmál leiksins: Svo virðist Klay ætla að sætta sig við þessa rullu af bekknum

„Held þau fari jafn langt, detti bæði út í fyrstu umferð. Held að Denver (Nuggets) slái út annað þessara liða og Minnesota (Timberwolves) slái út hitt,“ sagði Hörður Unnsteinsson um gengi þessara tveggja liða í úrslitakeppninni.

Sem stendur eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti deildarinnar sem þýðir að þau væru í umspil og gætu því ekki farið jafn langt. Það er ef þau enda í þeim sætum sem þau eru í núna. Báðir sérfræðingar voru hins vegar vissir um að annað af þessum liðum myndi skríða upp í 8. sæti fyrir úrslitakeppni og þau ljúki svo leik á sama tíma.

Nánari röksemdafærslur – sem og skoðanir sérfræðinganna á öðrum fullyrðingum „Nei eða Já“ má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×