„Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 21:16 Benedikt Guðmundsson hefur verið viðloðinn körfubolta lengur en elstu menn muna. Vísir/Diego Frammistaða Dominykas Milka undir lok leiks í sigri Njarðvíkur á Tindastól í síðustu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik. Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Fótbolti Þrítug meint kærasta Lamine Yamal fær morðhótanir Fótbolti Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Íslenski boltinn Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Handbolti „Ég vona að þú fáir krabbamein“ Sport Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Handbolti Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Handbolti Mbappé fluttur á sjúkrahús Fótbolti Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Hæsta kona heims lék sinn fyrsta landsleik Rúnar Birgir á EuroBasket Dolezaj til liðs við nýliðana Álftnesingar krækja í lykilmann Keflavíkur ÍR-ingar næla sér í leikmann úr Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar Hætta í miðju úrslitaeinvígi og enginn meistari krýndur Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður Þrumuleikur frá Jalen Williams og Thunder einum sigri frá titlinum Semja við íslenska kjarnann í liði Íslandsmeistaranna Ótrúleg endurkoma og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Hin stórstjarna Celtics þurfti einnig að fara undir hnífinn Áhorfið minnkaði um 55 prósent eftir að Caitlin Clark meiddist Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Sigtryggur Arnar framlengdi við Tindastól Óvænt stjarna með súperinnkomu af bekknum þegar Pacers komst í 2-1 Þegar neyðin er mest er Caruso næst Kraftaverkamaðurinn Gunnar Már sem þjálfarinn kallar Jesús Júlíus Orri semur við Tindastól Drungilas næstu þrjú árin hjá Tindastóli Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Knicks horfir til Dallas í leit að næsta þjálfara Shai setti stigamet þegar OKC jafnaði úrslitaeinvígið Birna snýr aftur og er ein af fjórum sem framlengir Taiwo Badmus staðfestur hjá Stólunum: „Ég er kominn heim“ Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Má ekki koma inn í íþróttahús í tíu mánuði „Þakklátur fyrir að konan sé tilbúin að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik.
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Fótbolti Þrítug meint kærasta Lamine Yamal fær morðhótanir Fótbolti Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Íslenski boltinn Miðaverð á Old Trafford eins og „spark í tennurnar“ Sport Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Handbolti „Ég vona að þú fáir krabbamein“ Sport Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Handbolti Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Handbolti Mbappé fluttur á sjúkrahús Fótbolti Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Hæsta kona heims lék sinn fyrsta landsleik Rúnar Birgir á EuroBasket Dolezaj til liðs við nýliðana Álftnesingar krækja í lykilmann Keflavíkur ÍR-ingar næla sér í leikmann úr Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar Hætta í miðju úrslitaeinvígi og enginn meistari krýndur Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður Þrumuleikur frá Jalen Williams og Thunder einum sigri frá titlinum Semja við íslenska kjarnann í liði Íslandsmeistaranna Ótrúleg endurkoma og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Hin stórstjarna Celtics þurfti einnig að fara undir hnífinn Áhorfið minnkaði um 55 prósent eftir að Caitlin Clark meiddist Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Sigtryggur Arnar framlengdi við Tindastól Óvænt stjarna með súperinnkomu af bekknum þegar Pacers komst í 2-1 Þegar neyðin er mest er Caruso næst Kraftaverkamaðurinn Gunnar Már sem þjálfarinn kallar Jesús Júlíus Orri semur við Tindastól Drungilas næstu þrjú árin hjá Tindastóli Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Knicks horfir til Dallas í leit að næsta þjálfara Shai setti stigamet þegar OKC jafnaði úrslitaeinvígið Birna snýr aftur og er ein af fjórum sem framlengir Taiwo Badmus staðfestur hjá Stólunum: „Ég er kominn heim“ Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Má ekki koma inn í íþróttahús í tíu mánuði „Þakklátur fyrir að konan sé tilbúin að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira