Varist eftirlíkingar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2024 14:31 Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Hælisleitendur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar