Körfubolti

Um­mæli Kenny Smith fóru öfugt ofan í marga

Siggeir Ævarsson skrifar
Kenny Smith var ekki vinsælasti maðurinn á samfélagsmiðlum í gær
Kenny Smith var ekki vinsælasti maðurinn á samfélagsmiðlum í gær Vísir/Getty

Kenny Smith virðist hafa tekist að ýfa nánast hverja einustu fjöður á bandarísku þjóðarsálinni þegar hann lét dæluna ganga í lýsingu TNT sjónvarpsstöðvarinnar eftir að þriggjastiga einvígi Steph Curry og Sabrina Ionescu.

Einvígið þótti afar vel heppnað og var mikil spenna og eftirvænting í kringum það. Mikið hafði verið rætt um hvort Ionescu myndi skjóta boltanum nær en Curry, þar sem að þriggjastiga línan í WNBA er nær en í NBA. Hún kaus sjálf að skjóta boltanum frá NBA línunni og sagði í raun ekkert annað hafa komið til greina í hennar huga.

Ionescu skaut boltanum frábærlega og endaði með 26 stig, sem er sama stigaskor og Damian Lillard vann hina hefðbundu þriggjastiga keppni með. 

Curry aftur á móti náði 29 stigum með sterkum lokaspretti og hafði að lokum sigur. Keppnin fór þó fram í mesta bróðerni þeirra Curry og Ionescu en Kenny Smith gat ekki setið á sér og byrjaði að röfla um að Ionescu hefði átt að skjóta frá WNBA línunni svo að keppnin hefði verið sanngjörn.

Reggie Miller, sem var með Smith í útsendingunni, reyndi hvað hann gat til að leiða samstarfsmann sinn aftur á rétta braut en Smith lét dæluna bara ganga og úr varð afar súr endir á annars frábærri keppni sem vakti mikla athygli og eftirtekt. Einn af þeim sem skaut á Smith var Joel Embiid, leikmaður 76ers.

Listinn af tvítum um þetta mál er langur en hér er brot af því besta:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×