Lillard vann annað árið í röð og Curry hafði betur í einvíginu Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 11:01 Lillard með verðlaunin eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Þriggja stiga keppni NBA-deildarinnar var háð í nótt. Bæði fór hin hefðbundna keppni fram en einnig mættust Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi bestu skytta NBA og WNBA-deildanna. Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024 NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira