Hefur þú heyrt um sólblómabandið? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:30 Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun