Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 16:03 Ummæli Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál hafa vakið mikla athygli. Vísir/Vilhelm Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“ Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“
Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira