Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 16:03 Ummæli Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál hafa vakið mikla athygli. Vísir/Vilhelm Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“ Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“
Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira