Skilaboð til náttúruunnenda Íslands Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:30 Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar