Ómarktækt ríki? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 12. febrúar 2024 08:31 Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn. Nokkur þeirra barna sem fengu þetta skjól hafa þegar látið lífið í sprengjuregni Ísraels sem hefur lagt Gaza svæðið í rúst. Þessi börn búa við hungur, þau búa við ótta, þau búa við hörmungar sem við hér á þessu friðsæla landi getum varla ímyndað okkur. Þess vegna var það lágmarksviðbragð hjá okkur sem ríki að veita þessum börnum skjól, þar sem strangar innflytjendareglur okkar heimiluðu það í nafni fjölskyldusameiningar. Þau eiga að fá að sameinast sínu fólki sem hefur búið hér á landi að undanförnu og fengið hér skjól. En við höfum ekki klárað málið. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að komast hjálparlaust frá Gaza og án efa útilokað fyrir börn. Þess vegna er loforð okkar um skjól ómarktækt nema því fylgi stuðningur til að koma þessu fólki út og til Íslands. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um að innviðir landsins séu sprungnir, en ég fullyrði - sé eitthvað til í því - að það er ekki út af fólki af hinu stríðshrjáða Gaza. Íslendingum hefur að undanförnu fjölgað um ca. 1000 manns á mánuði. Ég fullyrði að 100 manns til viðbótar frá Gaza, þar af 72 börn, munu ekki verða kornið sem fyllir mælinn. Við sem ríki viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og leggja lið, þjáðum og þeim sem eru í lífshættu. Það eru orðin tóm ef ekki fylgja aðgerðir. Það er því skylda okkar, viljum við teljast marktækt ríki, að bjarga þessu fólki út af Gaza með þeim leiðum sem okkur eru færar. Þrjár konur hafa sýnt að það er hægt. Ég treysti því að utanríkisþjónusta Íslands, sem hefur á að skipa reynslumiklu og mjög hæfu starfsfólki klári málið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn. Nokkur þeirra barna sem fengu þetta skjól hafa þegar látið lífið í sprengjuregni Ísraels sem hefur lagt Gaza svæðið í rúst. Þessi börn búa við hungur, þau búa við ótta, þau búa við hörmungar sem við hér á þessu friðsæla landi getum varla ímyndað okkur. Þess vegna var það lágmarksviðbragð hjá okkur sem ríki að veita þessum börnum skjól, þar sem strangar innflytjendareglur okkar heimiluðu það í nafni fjölskyldusameiningar. Þau eiga að fá að sameinast sínu fólki sem hefur búið hér á landi að undanförnu og fengið hér skjól. En við höfum ekki klárað málið. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að komast hjálparlaust frá Gaza og án efa útilokað fyrir börn. Þess vegna er loforð okkar um skjól ómarktækt nema því fylgi stuðningur til að koma þessu fólki út og til Íslands. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um að innviðir landsins séu sprungnir, en ég fullyrði - sé eitthvað til í því - að það er ekki út af fólki af hinu stríðshrjáða Gaza. Íslendingum hefur að undanförnu fjölgað um ca. 1000 manns á mánuði. Ég fullyrði að 100 manns til viðbótar frá Gaza, þar af 72 börn, munu ekki verða kornið sem fyllir mælinn. Við sem ríki viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og leggja lið, þjáðum og þeim sem eru í lífshættu. Það eru orðin tóm ef ekki fylgja aðgerðir. Það er því skylda okkar, viljum við teljast marktækt ríki, að bjarga þessu fólki út af Gaza með þeim leiðum sem okkur eru færar. Þrjár konur hafa sýnt að það er hægt. Ég treysti því að utanríkisþjónusta Íslands, sem hefur á að skipa reynslumiklu og mjög hæfu starfsfólki klári málið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar