Ómarktækt ríki? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 12. febrúar 2024 08:31 Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn. Nokkur þeirra barna sem fengu þetta skjól hafa þegar látið lífið í sprengjuregni Ísraels sem hefur lagt Gaza svæðið í rúst. Þessi börn búa við hungur, þau búa við ótta, þau búa við hörmungar sem við hér á þessu friðsæla landi getum varla ímyndað okkur. Þess vegna var það lágmarksviðbragð hjá okkur sem ríki að veita þessum börnum skjól, þar sem strangar innflytjendareglur okkar heimiluðu það í nafni fjölskyldusameiningar. Þau eiga að fá að sameinast sínu fólki sem hefur búið hér á landi að undanförnu og fengið hér skjól. En við höfum ekki klárað málið. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að komast hjálparlaust frá Gaza og án efa útilokað fyrir börn. Þess vegna er loforð okkar um skjól ómarktækt nema því fylgi stuðningur til að koma þessu fólki út og til Íslands. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um að innviðir landsins séu sprungnir, en ég fullyrði - sé eitthvað til í því - að það er ekki út af fólki af hinu stríðshrjáða Gaza. Íslendingum hefur að undanförnu fjölgað um ca. 1000 manns á mánuði. Ég fullyrði að 100 manns til viðbótar frá Gaza, þar af 72 börn, munu ekki verða kornið sem fyllir mælinn. Við sem ríki viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og leggja lið, þjáðum og þeim sem eru í lífshættu. Það eru orðin tóm ef ekki fylgja aðgerðir. Það er því skylda okkar, viljum við teljast marktækt ríki, að bjarga þessu fólki út af Gaza með þeim leiðum sem okkur eru færar. Þrjár konur hafa sýnt að það er hægt. Ég treysti því að utanríkisþjónusta Íslands, sem hefur á að skipa reynslumiklu og mjög hæfu starfsfólki klári málið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn. Nokkur þeirra barna sem fengu þetta skjól hafa þegar látið lífið í sprengjuregni Ísraels sem hefur lagt Gaza svæðið í rúst. Þessi börn búa við hungur, þau búa við ótta, þau búa við hörmungar sem við hér á þessu friðsæla landi getum varla ímyndað okkur. Þess vegna var það lágmarksviðbragð hjá okkur sem ríki að veita þessum börnum skjól, þar sem strangar innflytjendareglur okkar heimiluðu það í nafni fjölskyldusameiningar. Þau eiga að fá að sameinast sínu fólki sem hefur búið hér á landi að undanförnu og fengið hér skjól. En við höfum ekki klárað málið. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að komast hjálparlaust frá Gaza og án efa útilokað fyrir börn. Þess vegna er loforð okkar um skjól ómarktækt nema því fylgi stuðningur til að koma þessu fólki út og til Íslands. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um að innviðir landsins séu sprungnir, en ég fullyrði - sé eitthvað til í því - að það er ekki út af fólki af hinu stríðshrjáða Gaza. Íslendingum hefur að undanförnu fjölgað um ca. 1000 manns á mánuði. Ég fullyrði að 100 manns til viðbótar frá Gaza, þar af 72 börn, munu ekki verða kornið sem fyllir mælinn. Við sem ríki viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og leggja lið, þjáðum og þeim sem eru í lífshættu. Það eru orðin tóm ef ekki fylgja aðgerðir. Það er því skylda okkar, viljum við teljast marktækt ríki, að bjarga þessu fólki út af Gaza með þeim leiðum sem okkur eru færar. Þrjár konur hafa sýnt að það er hægt. Ég treysti því að utanríkisþjónusta Íslands, sem hefur á að skipa reynslumiklu og mjög hæfu starfsfólki klári málið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun