Mikilvæg uppbygging orkuinnviða HS Orku á Reykjanesi Birna Lárusdóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:00 Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Allra augu beinast nú að orkuinniviðum á Reykjanesskaga. Þar eru fordæmalausar aðstæður uppi sem valda því að heilt landsvæði hefur sem stendur ekki aðgengi að grunnþjónustu sem við Íslendingar teljum sjálfsagða. HS Orka er í miðju þessara atburða og leggur nú nótt við dag til að koma heitu vatni aftur til samfélagsins á Suðurnesjum. Fjölmargir standa að því verkefni með okkur s.s. almannavarnir, HS Veitur, verkfræðistofur og fjöldi verktaka. Samhliða því er áfram unnið að vörnum annarra mikilvægra orkuinnviða á svæðinu. Gagnrýni byggð á villandi upplýsingum Við þær aðstæður sem nú eru uppi heyrast raddir um að betur færi á því að orkufyrirtæki á borð við HS Orku væru ekki í einkaeigu heldur færu ríki eða sveitarfélög með eignarhaldið. Því er haldið fram að ábati af rekstri fyrirtækisins skili sér ekki í uppbyggingu innviða samfélagsins heldur hverfi úr landi. Skoðum þetta aðeins nánar. Fjárfestingar í héraði Eigendur HS Orku eru til helminga Jarðvarmi, fjárfestingafélag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og Ancala Partners, breskur fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Frá árinu 2020 hefur HS Orka varið um 14 milljörðum króna í uppbyggingu innviða fyrirtækisins. Fyrirtækið stækkaði Reykjanesvirkjun um 30MW og lokið var við 10MW vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, en þar er um að ræða fjárfestingu sem ein og sér er áætlað að kosti á þrettánda milljarð króna. Áætlanir okkar gera ráð fyrir ríflega 12 milljörðum í fjárfestingar til frekari vaxtar á næstu tveimur árum. Samtals gerir þetta hátt í 27 milljarða í beinni fjárfestingu í innviðum HS Orku hér á landi. Milljarðafjárfestingar framundan Hafnar eru boranir á nýjum borholum á Reykjanesi en hver borhola getur kostað í kringum milljarð króna. Jafnframt er fyrirtækið með metnaðarfull áform um uppbyggingu innviða í Krýsuvík, ekki síst til mögulegrar heitavatnsframleiðslu fyrir höfuðborgarsvæðið. Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum er sömuleiðis áfram á teikniborðinu. Virkjunin mun meðal annars stuðla að auknu afhendingaröryggi raforku um allt land þar sem hún er fyrirhuguð á köldu svæði, fjarri jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ef þessi áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna í fjárfestingar. Vonandi reynist gagnlegt að hafa þessar upplýsingar á takteinum í umræðunni um uppbyggingu orkuinnviða og eignarhald á orkufyrirtækjum á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi HS Orku.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar