Körfubolti

Hluti af stjörnuhelgi NBA á LED-skjá gólfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glergólfið er í raun eins og risastór tölvuskjár þar sem hægt að er leika sér með grafík og upplýsingar.
Glergólfið er í raun eins og risastór tölvuskjár þar sem hægt að er leika sér með grafík og upplýsingar. nba

Stjörnuhelgi NBA deildarinnar í körfubolta mun fara fram á óvenjulegu undirlagi í ár því hluti af keppnum helgarinnar fer fram á nýtísku glergólfi.

Hátíðin verður haldin í Lucas Oil leikvanginum í Indianapolis sem er risastór NFL-leikvangur. Gólfin verða flutt inn á völlinn en þau verða mismunandi í ár, annars vegar glergólf og hins vegar venjulegt körfuboltaparket.

Í raun er glergólfið bara risastór LED skjár sem mun bjóða upp á alls kyns nýja möguleika eins og að birta myndir og mismunandi upplýsingar á sjálfu gólfinu. Það má búast við því að gólfið bregðist í raun við því sem er að gerast jafnóðum og hlutirnir gerast.

Allt sem gerist á laugardeginum mun fara fram á þessu skjágólfi en sjálfur stjörnuleikurinn verður áfram spilaður á parketinu.

Á laugardeginum verður haldin þrautakeppnin, þriggja stiga skotkeppnin og troðslukeppnin og svo auðvitað þriggja stiga einvígið á milli þeirra Stephens Curry og Sabrinu Ionescu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×