Styðjum við konur á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 09:00 Breytingaskeiðið og tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum. Á þessum tíma kemur flökt á kvenhormónin estrógen og prógesterone sem getur valdið því að sumar konur upplifa truflandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta hormónaflökt getur haft áhrif á öll líffærakerfin okkar. Allar frumur líkamans eru með estrógen viðtaka, sem gerir það að verkum að einkennin geta verið misjöfn eins og þau eru mörg. Ekki er til ein uppskrift af breytingaskeiðinu og engin kona upplifir það eins. Það eru margir þættir sem spila inn í upplifun hverrar og einnar konu eins og t.d. erfðir, umhverfi, áfallasaga og heilsufarssaga. Þriðjungur kvenna finnur lítil sem engin einkenni. Um einn þriðji kvenna upplifir þetta tímabil mjög erfitt bæði andlega og líkamlega. Þessi hópur kvenna upplifir einkenni sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði. Það sem konur upplifa mest truflandi eru andlegu einkennin eins og orkuleysi, kvíði, depurð, flatneskja, innri spenna, svefntruflanir og nætursviti. Konur lýsa því oft að þær þekki sjálfar sig ekki lengur, ráði ekki eins vel við hlutina og upplifi að áhrifin teygi sig út í makasambandið, fjölskylduna, atvinnuna og fleira. Í starfi mínu hitti ég daglega konur sem eru að upplifa það truflandi einkenni að þeim finnst þær hafa misst tökin á heilsunni og hafa ekki orku í neitt annað en að sinna vinnunni. Þessu fylgir vanlíðan og sektarkennd. Konur grípa í óheilsusamlegan mat og kaffi til þess að fá skyndiorku og nota svo oft áfengi til þess að ná sér niður. Þetta getur orðið vítahringur sem er ekki ákjósanlegur þegar horft er til framtíðarheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að eftir tíðahvörf aukast líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, þunglyndi og ýmsum krabbameinum. Til þess að konur geti dregið úr líkum á því að veikjast af þessum sjúkdómum þurfa þær að geta sinnt heilbrigðum lífsstíl. Lifestyle Medicine er gagnreynd lífsstílslækningarnálgun og byggir fræði sín á 6 hornsteinum heilsunnar: Andleg vellíðan Félagsleg tengsl/heilbrigð sambönd Svefn Næring Hreyfing Að halda skaðlegum efnum í lágmarki /eins og tóbaki, áfengi, eiturefnum og of mikilli skjánotkun Fyrir konur sem upplifa mikil og truflandi áhrif breytingaskeiðsins getur verið mikil áskorun að sinna þessum þáttum. Konur lýsa því oft að þær vanti bensín á tankinn. Dr. Lisa Mosconi, sem er sérfræðingur í taugavísindum, hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á heila kvenna á breytingaskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Dr. Mosconi segir kvenhormónið estrógen virka eins og bensín fyrir heilann. Þær neikvæðu afleiðingar sem við sjáum gjarnan hjá konum, sem eru að upplifa truflandi einkenni, eru andlega vanlíðan, félagslega einangrun, svefnvandamál, þyngdaraukningu og þær hafa ekki orku í að hreyfa sig. Þetta eru allt þættir sem auka líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og ýmsum krabbameinum og þar á meðal brjóstakrabbameini. Hvað geta konur gert? Heildræn nálgun á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf er lykilatriði. Næring, hreyfing, svefn og streitustjórnun eru þeir þættir sem allar konur þurfa að huga að. Hormónauppbótarmeðferð hefur sýnt sig að geti stutt við konur á þessu tímabili. Konur upplifa gjarnan að þær fái bensínið á tankinn sem þær vantaði. Þær konur sem eru að upplifa svefnleysi finna oft að svefninn lagast og það eitt og sér hefur gríðarleg áhrif á almenna líðan og orku. Þó er mikilvægt að hafa í huga að hormónauppbótarmeðferð er ekki töfralausn og ber að taka alla þættina inn í heilsupúslið svo að útkoman verði sem best. Ef konur vilja skoða möguleikann á hormónauppbótarmeðferð er mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun með fagaðila sem er vel að sér í þeim efnum. Samkvæmt leiðbeiningum NICE er hormónauppbótarmeðferð kostur sem á að velja fram yfir þunglyndis- og kvíðalyf fyrir konur sem eru að upplifa depurð á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf. Ef konan á heimilinu er ekki heil heilsu getur það haft mikil áhrif á hana sjálfa, fjölskyldu hennar og atvinnu. Þegar við setjum kvenheilsu í forgang hefur það margföld jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Hlustum á konur, veitum þeim fræðslu og hjálpum þeim að taka upplýsta ákvörðun. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem sinnir konum á breytingaskeiði, heilsumarkþjálfi, meistaranemi HÍ með áherslu á breytingaskeiðið og nemandi í Lifestyle Medicine frá British Society of Lifestyle Medicine. Heimildir: 09-BMS-TfC-NICE-Menopause-Diagnosis-and-Management-from-Guideline-to-Practice-Guideline-Summary-NOV2022-A.pdf (thebms.org.uk) About this information | Information for the public | Menopause: diagnosis and management | Guidance | NICE BSLM - Transforming Healthcare Through Lifestyle Medicine XX Brain – Lisa Mosconi 2021 (ný bók á leiðinni frá Lisu Mosconi 12.mars 2024 sem heitir Menopause Brain) Estrogen Matters, Avrum Blooming 2018. (von er á endurbættri útgáfu í sept 2024) Refai, M., Mardanpour, S., Masoumi, S. Z, og Parsa, P. (2022). Women‘s experience in the transition to menopause: a qualitative research. British Menopaues Society Women‘s Health, 1. 53. doi: 10.1186/s12905-022-01633-0. Duralde, E. R., Sobel, T. H. og Manson, J. E. (2023). Management of perimenopausal and menopausal symptoms. BMJ (Clinical Research Ed.), 382, e072612-072612. https://doi.org/10.1136/bmj-2022-072612 O'Reilly, K., McDermid, F., McInnes, S. og Peters, K. (2023). An exploration of women‘s knowledge and experience of perimenopause and menopause: An integrative literature review. Journal of Clinical Nursing, 32(15-16), 4528- 4540. https://doi.org/10.1111/jocn.16568 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingaskeiðið og tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum. Á þessum tíma kemur flökt á kvenhormónin estrógen og prógesterone sem getur valdið því að sumar konur upplifa truflandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta hormónaflökt getur haft áhrif á öll líffærakerfin okkar. Allar frumur líkamans eru með estrógen viðtaka, sem gerir það að verkum að einkennin geta verið misjöfn eins og þau eru mörg. Ekki er til ein uppskrift af breytingaskeiðinu og engin kona upplifir það eins. Það eru margir þættir sem spila inn í upplifun hverrar og einnar konu eins og t.d. erfðir, umhverfi, áfallasaga og heilsufarssaga. Þriðjungur kvenna finnur lítil sem engin einkenni. Um einn þriðji kvenna upplifir þetta tímabil mjög erfitt bæði andlega og líkamlega. Þessi hópur kvenna upplifir einkenni sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði. Það sem konur upplifa mest truflandi eru andlegu einkennin eins og orkuleysi, kvíði, depurð, flatneskja, innri spenna, svefntruflanir og nætursviti. Konur lýsa því oft að þær þekki sjálfar sig ekki lengur, ráði ekki eins vel við hlutina og upplifi að áhrifin teygi sig út í makasambandið, fjölskylduna, atvinnuna og fleira. Í starfi mínu hitti ég daglega konur sem eru að upplifa það truflandi einkenni að þeim finnst þær hafa misst tökin á heilsunni og hafa ekki orku í neitt annað en að sinna vinnunni. Þessu fylgir vanlíðan og sektarkennd. Konur grípa í óheilsusamlegan mat og kaffi til þess að fá skyndiorku og nota svo oft áfengi til þess að ná sér niður. Þetta getur orðið vítahringur sem er ekki ákjósanlegur þegar horft er til framtíðarheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að eftir tíðahvörf aukast líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, þunglyndi og ýmsum krabbameinum. Til þess að konur geti dregið úr líkum á því að veikjast af þessum sjúkdómum þurfa þær að geta sinnt heilbrigðum lífsstíl. Lifestyle Medicine er gagnreynd lífsstílslækningarnálgun og byggir fræði sín á 6 hornsteinum heilsunnar: Andleg vellíðan Félagsleg tengsl/heilbrigð sambönd Svefn Næring Hreyfing Að halda skaðlegum efnum í lágmarki /eins og tóbaki, áfengi, eiturefnum og of mikilli skjánotkun Fyrir konur sem upplifa mikil og truflandi áhrif breytingaskeiðsins getur verið mikil áskorun að sinna þessum þáttum. Konur lýsa því oft að þær vanti bensín á tankinn. Dr. Lisa Mosconi, sem er sérfræðingur í taugavísindum, hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á heila kvenna á breytingaskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Dr. Mosconi segir kvenhormónið estrógen virka eins og bensín fyrir heilann. Þær neikvæðu afleiðingar sem við sjáum gjarnan hjá konum, sem eru að upplifa truflandi einkenni, eru andlega vanlíðan, félagslega einangrun, svefnvandamál, þyngdaraukningu og þær hafa ekki orku í að hreyfa sig. Þetta eru allt þættir sem auka líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og ýmsum krabbameinum og þar á meðal brjóstakrabbameini. Hvað geta konur gert? Heildræn nálgun á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf er lykilatriði. Næring, hreyfing, svefn og streitustjórnun eru þeir þættir sem allar konur þurfa að huga að. Hormónauppbótarmeðferð hefur sýnt sig að geti stutt við konur á þessu tímabili. Konur upplifa gjarnan að þær fái bensínið á tankinn sem þær vantaði. Þær konur sem eru að upplifa svefnleysi finna oft að svefninn lagast og það eitt og sér hefur gríðarleg áhrif á almenna líðan og orku. Þó er mikilvægt að hafa í huga að hormónauppbótarmeðferð er ekki töfralausn og ber að taka alla þættina inn í heilsupúslið svo að útkoman verði sem best. Ef konur vilja skoða möguleikann á hormónauppbótarmeðferð er mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun með fagaðila sem er vel að sér í þeim efnum. Samkvæmt leiðbeiningum NICE er hormónauppbótarmeðferð kostur sem á að velja fram yfir þunglyndis- og kvíðalyf fyrir konur sem eru að upplifa depurð á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf. Ef konan á heimilinu er ekki heil heilsu getur það haft mikil áhrif á hana sjálfa, fjölskyldu hennar og atvinnu. Þegar við setjum kvenheilsu í forgang hefur það margföld jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Hlustum á konur, veitum þeim fræðslu og hjálpum þeim að taka upplýsta ákvörðun. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem sinnir konum á breytingaskeiði, heilsumarkþjálfi, meistaranemi HÍ með áherslu á breytingaskeiðið og nemandi í Lifestyle Medicine frá British Society of Lifestyle Medicine. Heimildir: 09-BMS-TfC-NICE-Menopause-Diagnosis-and-Management-from-Guideline-to-Practice-Guideline-Summary-NOV2022-A.pdf (thebms.org.uk) About this information | Information for the public | Menopause: diagnosis and management | Guidance | NICE BSLM - Transforming Healthcare Through Lifestyle Medicine XX Brain – Lisa Mosconi 2021 (ný bók á leiðinni frá Lisu Mosconi 12.mars 2024 sem heitir Menopause Brain) Estrogen Matters, Avrum Blooming 2018. (von er á endurbættri útgáfu í sept 2024) Refai, M., Mardanpour, S., Masoumi, S. Z, og Parsa, P. (2022). Women‘s experience in the transition to menopause: a qualitative research. British Menopaues Society Women‘s Health, 1. 53. doi: 10.1186/s12905-022-01633-0. Duralde, E. R., Sobel, T. H. og Manson, J. E. (2023). Management of perimenopausal and menopausal symptoms. BMJ (Clinical Research Ed.), 382, e072612-072612. https://doi.org/10.1136/bmj-2022-072612 O'Reilly, K., McDermid, F., McInnes, S. og Peters, K. (2023). An exploration of women‘s knowledge and experience of perimenopause and menopause: An integrative literature review. Journal of Clinical Nursing, 32(15-16), 4528- 4540. https://doi.org/10.1111/jocn.16568
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun