Körfubolti

Körfuboltakvöld: Keyshawn Woods aftur á Krókinn

Dagur Lárusson skrifar
Keyshawn Woods er mættur aftur.
Keyshawn Woods er mættur aftur. vísir/Hulda Margrét

Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir 16.umferðina í Subway deild karla.

Eitt af því sem þeir félagarnir ræddu var ákvörðun Íslandsmeistara Tindastóls að fá Keyshawn Woods aftur til liðsins.

Stefán Árni spurði fyrst Matthías Orra um álit hans á þessu máli.

„Mér finnst þetta vera þvæla en þetta var samt rétt ákvörðun að taka hann á endanum en hvort þeir geti losað Lawson er örugglega eitthvað samningsmál,“ sagði Matthías.

„Hann talar þarna um einhvern neista og hann sé ljós inn í liðið en það var ekki alveg að heyra það frá hinum leikmönnum liðsins í þættinum um daginn að þeir töldu hann sem eitthvað ljós,“ hélt Matthías áfram að segja.

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Keyshawn Woods mættur aftur á Krókinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×