Caitlin Clark orðin sú næststigahæsta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Caitlin Clark spilar með Iowa Hawkeyes og er ein sú vinsælasta í bandarískum íþróttum í dag. Getty/Michael Reaves Körfuboltastjarnan Caitlin Clark hoppaði upp í annað sætið í nótt yfir þá körfuboltakonur sem hafa skorað flest stig frá upphafi í bandaríska háskólakörfuboltanum. Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell. Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024 Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð. Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni. Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024 Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi. Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi. Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum. Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024 Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Clark byrjaði daginn í fjórða sætinu en komst upp fyrir bæði Kelsey Mitchell og Jackie Stiles í leiknum. Hún var fyrir leikinn fjórum stigum á eftir Stiles og þrettán stigum á eftir Mitchell. Caitlin Clark became the No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history tonight She sits behind Kelsey Plum at No. 1. pic.twitter.com/sPh62TbRBW— Yahoo Sports (@YahooSports) February 1, 2024 Clark skoraði á endanum 35 stig í 110-74 sigri Iowa á Northwestern en þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur hennar í röð. Clark er nú komin með 3424 stig og er með augum á stigametinu. Það á Kelsey Plum sem skoraði 3527 stig fyrir Washington skólann. Plum er í dag stjörnuleikmaður Las Vegas Aces liðsins í WNBA-deildinni. Það er ekki eins og Clark hafi bara verið að skora því hún var einnig með 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Caitlin Clark talks about what it means to be number two on the DI all-time leading scorers list. pic.twitter.com/HragXTIYL9— NBC Sports (@NBCSports) February 1, 2024 Á þessu tímabili er hún með 32,1 stig að meðaltali í leik. Haldi hún áfram að skora svo mikið þá ætti hún að bæta stigametið á móti Michigan skólanum 15. febrúar næstkomandi. Clark er gríðarlega vinsæl og það er frábær aðsókn á alla hennar leiki. Það verða örugglega mörg augu á leiknum þar sem hún getur orðið stigahæsta kona bandaríska háskólakörfuboltans frá upphafi. Takist henni að ná Plum þá er alltaf eftir afrekið að bæta stigamet karlanna en Pete Maravich skoraði á sínum tíma 3667 stig fyrir LSU háskólann. Hann var með 43 stig eða meira að meðaltali í leik á öllum þremur tímabilum sínum með skólanum. Caitlin Clark becomes No. 2 all-time points leader in NCAA D-1 Women's history She trails Kelsey Plum for No. 1 pic.twitter.com/Bmex8D1fsf— Bleacher Report (@BleacherReport) February 1, 2024
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira