„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Atli Arason skrifar 26. janúar 2024 23:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53
Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00