Loksins fékk Svf. Árborg bingó! Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. janúar 2024 07:30 Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar