Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2024 08:01 Hildur Björg gengur sátt frá körfuboltaferlinum, þó hún hefði kosið að hann væri lengri. Hún var útnefnd körfuboltakona ársins árin 2017 og 2018. Vísir/Arnar Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29