Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Valur Páll Eiríksson skrifar 27. nóvember 2025 21:15 Elvar Már var lykillinn að fræknum sigri Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ísland vann frækinn 81-76 útisigur á Ítalíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2027 og lék því eftir afrek síðasta árs þegar strákarnir unnu sömuleiðis sigur í landinu. Elvar Már Friðriksson gerði útslagið á skrautlegum og spennandi lokakafla. Íslenska liðinu var ofarlega í huga sögulegur sigur á Ítölum fyrir nánast sléttu ári síðan sem greiddi leið strákanna okkar á EM í haust fyrir heimsókn dagsins. Pavel Ermolinskij sagði þann sigur einn þann fræknasta í sögu þjóðar og sagði Baldur Þór Ragnarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, strákana harðákveðna í því að endurtaka leikinn. Ljóst var að strembið verkefni beið þeirra gegn þó ungu ítölsku liði sem var töluvert breytt frá EM. Skrýtinn fyrri hálfleikur Það var eilítill losarabragur á sóknarleik Ítalanna og ljóst að leikmenn í liðinu hafa ekki spilað eins mikið saman og okkar menn. Varnarleik Íslands þarf að hrósa en frábær frammistaða í öðrum leikhluta gaf Íslandi fjögurra stiga forskot í hálfleik 38-34. Haukur Helgi kom aftur í liðið eftir að hafa misst af EM.vísir / anton brink Sá munur hefði hæglega getað verið meiri en Íslandi tókst illa að slíta sig frá ítölsku liði. Það er sérkennilegt að segja frá því að það var hálf svekkjandi að vera bara fjórum stigum yfir á þessum útivelli. Ítalir voru grimmari í fráköstunum, tók ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleiknum sem skiluðu þeim átta annars séns stigum – á meðan Ísland skoraði engin slík. Sérlega strembnar voru mínúturnar þegar Tryggvi Snær var utan vallar í kaflaskiptum og hreinlega skrýtnum hálfleik af körfubolta. Vel þó hægt að byggja ofan á fjögurra stiga forystu eftir hléið. Ægir steig upp Ægir Þór Steinarsson var maður þriðja leikhlutans og skoraði sex stig í röð eftir að Ítalir höfðu jafnað leikinn. Járnið var hamrað og Ísland náði tíu stiga forskoti í fyrsta sinn og hafði tækifæri til að bæta enn frekar við. Munurinn hins vegar sjö stig fyrir síðasta leikhlutann og Ísland með leikinn í höndum sér. Ægir Þór átti mikilvæga rispu í þriðja leikhluta áður en hann fór meiddur af velli.Vísir / Hulda Margrét Fjórði leikhlutinn fór aftur á móti agalega af stað. Ítalía skoraði 14 af 17 fyrstu stigum leikhlutans og vakti stúkuna heldur betur til lífsins. Íslenska liðið varð taugatrekkt og ekkert gekk sóknarlega og menn gerðu klaufaleg mistök varnarlega. Ein þeirra voru þegar Jón Axel Guðmundsson gaf Ítölum þrjú víti þegar þeir voru í vonlausri stöðu og skotklukkan að renna út. Þar gat Ítalinn Dalla Valle aukið muninn í fjögur stig af vítalínunni en gerði strákunum okkar vænan greiða með því að skora bara eitt. Elvar hetjan Í næstu sókn keyrði Elvar Már Friðriksson á körfuna, setti sniðskot niður, fékk villu og vítið einnig niður. Í stað þess að Ítalir leiddu með fjórum stigum var Ísland yfir með einu, 77-76. Það kerfi drap Ítalanna. Þeir skoruðu ekki stig eftir það, Elvar skoraði fjögur til viðbótar, öll af vítalínunni. Ískaldur. Hetjan Elvar!Vísir/Hulda Margrét Annað árið í röð fer Ísland því í frægðarför til Ítalíu, stórkostlegur 81-76 sigur, þökk sé gríðarlegum andlegum styrk og öflugri vörn. Undankeppnin gæti ekki farið betur af stað og nú er strákanna að fylgja sigrinum eftir þegar Bretar heimsækja Laugardalshöll á sunnudaginn kemur. Þessir stóðu upp úr Elvar Már Friðriksson stóð sannarlega upp úr. Hann skoraði 29 stig og kláraði leikinn í lokin en hann gaf auk þess fimm stoðsendingar. Tryggvi Hlinason skoraði 16 stig en aðrir voru í eins stafs tölu. Orri Gunnarsson var frábær af bekknum og skoraði átta stig, með 60 prósent skotnýtingu og tók auk þess fjögur fráköst. Ísland skoraði 20 stigum meira en Ítalía á meðan Orri var á vellinum í kvöld. HM 2027 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Ísland vann frækinn 81-76 útisigur á Ítalíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2027 og lék því eftir afrek síðasta árs þegar strákarnir unnu sömuleiðis sigur í landinu. Elvar Már Friðriksson gerði útslagið á skrautlegum og spennandi lokakafla. Íslenska liðinu var ofarlega í huga sögulegur sigur á Ítölum fyrir nánast sléttu ári síðan sem greiddi leið strákanna okkar á EM í haust fyrir heimsókn dagsins. Pavel Ermolinskij sagði þann sigur einn þann fræknasta í sögu þjóðar og sagði Baldur Þór Ragnarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, strákana harðákveðna í því að endurtaka leikinn. Ljóst var að strembið verkefni beið þeirra gegn þó ungu ítölsku liði sem var töluvert breytt frá EM. Skrýtinn fyrri hálfleikur Það var eilítill losarabragur á sóknarleik Ítalanna og ljóst að leikmenn í liðinu hafa ekki spilað eins mikið saman og okkar menn. Varnarleik Íslands þarf að hrósa en frábær frammistaða í öðrum leikhluta gaf Íslandi fjögurra stiga forskot í hálfleik 38-34. Haukur Helgi kom aftur í liðið eftir að hafa misst af EM.vísir / anton brink Sá munur hefði hæglega getað verið meiri en Íslandi tókst illa að slíta sig frá ítölsku liði. Það er sérkennilegt að segja frá því að það var hálf svekkjandi að vera bara fjórum stigum yfir á þessum útivelli. Ítalir voru grimmari í fráköstunum, tók ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleiknum sem skiluðu þeim átta annars séns stigum – á meðan Ísland skoraði engin slík. Sérlega strembnar voru mínúturnar þegar Tryggvi Snær var utan vallar í kaflaskiptum og hreinlega skrýtnum hálfleik af körfubolta. Vel þó hægt að byggja ofan á fjögurra stiga forystu eftir hléið. Ægir steig upp Ægir Þór Steinarsson var maður þriðja leikhlutans og skoraði sex stig í röð eftir að Ítalir höfðu jafnað leikinn. Járnið var hamrað og Ísland náði tíu stiga forskoti í fyrsta sinn og hafði tækifæri til að bæta enn frekar við. Munurinn hins vegar sjö stig fyrir síðasta leikhlutann og Ísland með leikinn í höndum sér. Ægir Þór átti mikilvæga rispu í þriðja leikhluta áður en hann fór meiddur af velli.Vísir / Hulda Margrét Fjórði leikhlutinn fór aftur á móti agalega af stað. Ítalía skoraði 14 af 17 fyrstu stigum leikhlutans og vakti stúkuna heldur betur til lífsins. Íslenska liðið varð taugatrekkt og ekkert gekk sóknarlega og menn gerðu klaufaleg mistök varnarlega. Ein þeirra voru þegar Jón Axel Guðmundsson gaf Ítölum þrjú víti þegar þeir voru í vonlausri stöðu og skotklukkan að renna út. Þar gat Ítalinn Dalla Valle aukið muninn í fjögur stig af vítalínunni en gerði strákunum okkar vænan greiða með því að skora bara eitt. Elvar hetjan Í næstu sókn keyrði Elvar Már Friðriksson á körfuna, setti sniðskot niður, fékk villu og vítið einnig niður. Í stað þess að Ítalir leiddu með fjórum stigum var Ísland yfir með einu, 77-76. Það kerfi drap Ítalanna. Þeir skoruðu ekki stig eftir það, Elvar skoraði fjögur til viðbótar, öll af vítalínunni. Ískaldur. Hetjan Elvar!Vísir/Hulda Margrét Annað árið í röð fer Ísland því í frægðarför til Ítalíu, stórkostlegur 81-76 sigur, þökk sé gríðarlegum andlegum styrk og öflugri vörn. Undankeppnin gæti ekki farið betur af stað og nú er strákanna að fylgja sigrinum eftir þegar Bretar heimsækja Laugardalshöll á sunnudaginn kemur. Þessir stóðu upp úr Elvar Már Friðriksson stóð sannarlega upp úr. Hann skoraði 29 stig og kláraði leikinn í lokin en hann gaf auk þess fimm stoðsendingar. Tryggvi Hlinason skoraði 16 stig en aðrir voru í eins stafs tölu. Orri Gunnarsson var frábær af bekknum og skoraði átta stig, með 60 prósent skotnýtingu og tók auk þess fjögur fráköst. Ísland skoraði 20 stigum meira en Ítalía á meðan Orri var á vellinum í kvöld.