Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. nóvember 2025 21:48 Haukar - Njarðvík Bónus Deild Kvenna Vor 2025 Njarðvík tók á móti Íslandsmeisturum Hauka í 9. umferð bónus deild kvenna í kvöld. Þessi lið mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Haukar kjöldrógu Njarðvíkinga í kvöld og fóru með öruggan og sannfærandi sigur 80-102. Leikurinn fór fjörlega af stað og mætti lið Hauka af krafti til leiks. Þær spiluðu strax mjög agresíva vörn á Njarðvík sem átti fá svör. Það mátti sjá mikinn kraft og vilja í liði Hauka sem hefur kannski aðeins vantað í síðustu leikjum liðsins. Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar sannfærandi og sanngjarnt yfir 19-26. Það var allt annað að sjá til lið Njarðvíkur í upphafi annars leikhluta. Þær fóru að líkjast því Njarðvíkurliði sem maður þekkir og náðu þessu fljótt í jafnan leik. Haukar sýndu aftur á móti mikinn kraft og náðu að binda saman vörn og sókn eftir því sem leið á leikhlutann. Gestirnir fóru með níu stiga forystu inn í hálfleikinn 46-55. Gestirnir byrjuðu þriðja leikhlutann vel og var Amandine Toi komin í 30 stig áður en fyrsta mínúta seinni hálfleiks var liðin. Haukar voru með öll spjöld á hendi og átti Njarðvík fá svör við öflugum leik þeirra. Haukar náði mest 17 stiga forskoti í þriðja leikhluta en staðan að honum loknum var 66-78 Haukum í vil. Öll von um einhverja endurkomu hvarf snemma í fjórða leikhluta þegar öll skot Hauka virtust rata ofan í. Þrír þristar í röð börðu alla trú úr Njarðvíkingum og Haukar gengu bara á lagið. Haukar höfðu að lokum stórkostlegan og einstaklega verðskuldaðan 22 stiga sigur 80-102. Atvik leiksins Sólrún Inga Gísladóttir setti tvo þrista í röð í upphafi fjórða leikhluta sem drap alla trú og hugmyndir Njarðvíkur að einhverri endurkomu. Stjörnur og skúrkar Amandine Toi var stórkostleg í kvöld. Njarðvík réði ekkert við hana og hún skoraði 36 stig fyrir Hauka. Krystal-Jade Freeman var með 27 stig og reif að auki niður 14 fráköst.Danielle Rodriguez skoraði 25 stig fyrir Njarðvík en heilt yfir átti liðið afar slakan leik í kvöld.DómararnirBjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson og Sófus Máni Bender voru á flautunni í kvöld.Fæst orð bera minnstu ábyrgð var eitt sinn sagt. Þessi frammistaða í kvöld fer seint í sögubækurnar fyrir glæsileika. Þeirra frammistaða hafði þó enginn úrslitaáhrif í kvöld.Stemingin og umgjörðUmgjörð og annað er alltaf til fyrirmyndar hér í IceMar höllinni í Njarðvík. Fengum forsmekk af frábærri leikmannakynningu og flott mæting í IceMar í kvöld.ViðtölEinar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir„Erum óþekkjanlegar hérna í kvöld“„Vonsvikinn. Fyrst og síðast“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í kvöld. „Við erum óþekkjanleg hérna í kvöld að mínu viti bara eiginlega í gegnum fjörtíu mínútur“Það var margt sem fór úrskeiðis hjá liði Njarðvíkur í kvöld en varnarleikurinn þótti ekki til útflutnings. „Það er mjög augljóst að benda á varnarleikinn. Þær eru að skjóta tæplega 70% frá tveggja og 44% í þriggja og þú vinnur ekki körfuboltaleiki þegar að þessar tölur eru uppi“„Ég sagði fyrir leik að fyrir mér snérist þetta um varnarleik. Við vorum ekki góðar varnarlega á löngum köflum í síðasta leik og þetta var á móti mjög öflugu liði sem að var sært og kom bara af krafti og grimmd í þennan leik og við mættum því bara aldrei. Það verður bara að segjast alveg eins og er“„Ég ætla ekkert að sykurhúða það neitt en við vorum bara aumar á allan máta hér í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar Körfubolti
Njarðvík tók á móti Íslandsmeisturum Hauka í 9. umferð bónus deild kvenna í kvöld. Þessi lið mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Haukar kjöldrógu Njarðvíkinga í kvöld og fóru með öruggan og sannfærandi sigur 80-102. Leikurinn fór fjörlega af stað og mætti lið Hauka af krafti til leiks. Þær spiluðu strax mjög agresíva vörn á Njarðvík sem átti fá svör. Það mátti sjá mikinn kraft og vilja í liði Hauka sem hefur kannski aðeins vantað í síðustu leikjum liðsins. Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar sannfærandi og sanngjarnt yfir 19-26. Það var allt annað að sjá til lið Njarðvíkur í upphafi annars leikhluta. Þær fóru að líkjast því Njarðvíkurliði sem maður þekkir og náðu þessu fljótt í jafnan leik. Haukar sýndu aftur á móti mikinn kraft og náðu að binda saman vörn og sókn eftir því sem leið á leikhlutann. Gestirnir fóru með níu stiga forystu inn í hálfleikinn 46-55. Gestirnir byrjuðu þriðja leikhlutann vel og var Amandine Toi komin í 30 stig áður en fyrsta mínúta seinni hálfleiks var liðin. Haukar voru með öll spjöld á hendi og átti Njarðvík fá svör við öflugum leik þeirra. Haukar náði mest 17 stiga forskoti í þriðja leikhluta en staðan að honum loknum var 66-78 Haukum í vil. Öll von um einhverja endurkomu hvarf snemma í fjórða leikhluta þegar öll skot Hauka virtust rata ofan í. Þrír þristar í röð börðu alla trú úr Njarðvíkingum og Haukar gengu bara á lagið. Haukar höfðu að lokum stórkostlegan og einstaklega verðskuldaðan 22 stiga sigur 80-102. Atvik leiksins Sólrún Inga Gísladóttir setti tvo þrista í röð í upphafi fjórða leikhluta sem drap alla trú og hugmyndir Njarðvíkur að einhverri endurkomu. Stjörnur og skúrkar Amandine Toi var stórkostleg í kvöld. Njarðvík réði ekkert við hana og hún skoraði 36 stig fyrir Hauka. Krystal-Jade Freeman var með 27 stig og reif að auki niður 14 fráköst.Danielle Rodriguez skoraði 25 stig fyrir Njarðvík en heilt yfir átti liðið afar slakan leik í kvöld.DómararnirBjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson og Sófus Máni Bender voru á flautunni í kvöld.Fæst orð bera minnstu ábyrgð var eitt sinn sagt. Þessi frammistaða í kvöld fer seint í sögubækurnar fyrir glæsileika. Þeirra frammistaða hafði þó enginn úrslitaáhrif í kvöld.Stemingin og umgjörðUmgjörð og annað er alltaf til fyrirmyndar hér í IceMar höllinni í Njarðvík. Fengum forsmekk af frábærri leikmannakynningu og flott mæting í IceMar í kvöld.ViðtölEinar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir„Erum óþekkjanlegar hérna í kvöld“„Vonsvikinn. Fyrst og síðast“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í kvöld. „Við erum óþekkjanleg hérna í kvöld að mínu viti bara eiginlega í gegnum fjörtíu mínútur“Það var margt sem fór úrskeiðis hjá liði Njarðvíkur í kvöld en varnarleikurinn þótti ekki til útflutnings. „Það er mjög augljóst að benda á varnarleikinn. Þær eru að skjóta tæplega 70% frá tveggja og 44% í þriggja og þú vinnur ekki körfuboltaleiki þegar að þessar tölur eru uppi“„Ég sagði fyrir leik að fyrir mér snérist þetta um varnarleik. Við vorum ekki góðar varnarlega á löngum köflum í síðasta leik og þetta var á móti mjög öflugu liði sem að var sært og kom bara af krafti og grimmd í þennan leik og við mættum því bara aldrei. Það verður bara að segjast alveg eins og er“„Ég ætla ekkert að sykurhúða það neitt en við vorum bara aumar á allan máta hér í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson.