Körfubolti

Nei eða já: Jokic er orðinn besti evrópski leik­maður allra tíma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nikola Jokic er besti evrópski leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi að mati félaganna í Lögmáli leiksins.
Nikola Jokic er besti evrópski leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi að mati félaganna í Lögmáli leiksins. Patrick Smith/Getty Images

Eins og svo oft áður fóru strákarnir í Lögmáli leiksins um víðan völl í liðnum Nei eða já í síðasta þætti.

Kjartan Atli Kjartansson, stjórnani þáttarins, hóf liðinn á því að tilkynna þeim Herði Unnsteinssyni og Tómasi Steindórssyni aðhann hafi fengið gervigreind til að aðstoða sig við að semja spurningarnar, eða staðhæfingarnar, sem lagðar voru fram í Nei eða já.

Meðal þess sem þeir félagar veltu fyrir sér var hvort Nikola Jokic væri nú þegar orðinn besti evrópski leikmaður allra tíma í NBA-deildinni og voru þeir Hörður og Tómas sammála um að svo væri, þrátt fyrir að úrvalið af evrópskum leikmönnum undanfarin ár hafi verið virkilega gott.

Þá ræddu þeir félagar einnig um það hvort Atlanta Hawks þyrfti að sprengja upp liðið sitt, hvort Orlando Magic kæmist í lokaúrslit á næstu fimm árum og að lokum hvort Steph Curry væri orðinn topp tíu leikmaður allra tíma, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Nei eða já: Jokic er orðinn besti evrópski leikmaður allra tíma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×