Handbolti

Strákarnir hans Dags björguðu málunum í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson er búinn að þjálfa japanska landslðið í sjö ár.
Dagur Sigurðsson er búinn að þjálfa japanska landslðið í sjö ár. Getty/Slavko Midzor

Japanska handboltalandsliðið er enn ósigrað í Asíukeppninni eftir sigur á Íran í fyrsta leik sínum í milliriðlinum.

Japan vann tvo leiki og gerði eitt jafntefli í riðlakeppninni og vann sinn riðil. Í dag byrjaði milliriðilinn og Japan vann leikinn með tveggja marka mun, 25-23, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.

Japanir voru reyndar þremur mörkum undir, 18-21, þegar fjórtán mínútur voru eftir af leiknum en skoruðu þá fjögur mörk í röð og unnu að lokum endakafla leiksins 7-2.

Hiroki Motoki var markahæstur með sex mörk úr sex skotum en Adam Yuki Baig skoraði fimm mörk.

Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Erlingur Birgir Richardsson og lærisveinar hans í Sádí Arabíu komust ekki í milliriðli en eru í keppni um níunda sæti.

Þar byrjar sádi-arabíska liðið vel en lærisveinar Erlings unnu 19 marka sigur á Nýja-Sjálandi, 46-27. Sádarnir urðu í þriðja sæti í sínum riðli eftir jafntefli í lokaleiknum á móti Írak. Sú úrslit dugðu Írökum til að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×