Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:43 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Handbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld.
Handbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira