Sport

Ís­lensku íshokkístelpurnar koma heim með silfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar í íslenska átján ára landsliðinu í íshokkí.
Stelpurnar í íslenska átján ára landsliðinu í íshokkí. IHI

Átján ára kvennalandslið Íslands í íshokkí endaði í öðru sæti í annarri deild B í heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins. Keppnin fór fram í Sofíu í Búlgaríu síðustu daga.

Íslensku stelpurnar unnu fjóra af fimm leikjum sínum á mótinu eða alla leikina nema þann á móti gullliði Nýja-Sjálands.

Íslenska liðið endaði á því að vinna 24-0 sigur á Suður-Afríku en hafði áður unnið Belgíu, Mexíkó og heimakonur í Búlgaríu.

Kolbrún Björnsdóttir, Amanda Bjarnadóttir, Kristína Davíðsdóttir, Heiðrún Rúnarsdóttir og Eyrún Garðarsdóttir skoruðu allar þrennu í sigrinum á Suður-Afriku. Sólrún Assa Arnardóttir átti einnig fjórar stoðsendingar í leiknum.

Íslenska liðið skoraði alls 33 mörk í þessum fimm leikjum.

Sólrún Assa var atkvæðamest í íslenska liðinu á mótinu með þrjú mörk og sex stoðsendingar en Friðrika Magnúsdóttir var með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar.

Á síðu Íshokkísambandsins kemur fram að þessi árangur íslenska liðsins sé umfram væntingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×