Körfubolti

Hver byrjar, hver fer á bekkinn og hverjum er kastað út í sveit?

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hver byrjar, hver fer á bekkinn og hverjum er hent úr liðinu?
Hver byrjar, hver fer á bekkinn og hverjum er hent úr liðinu? Vísir/Stöð 2 Sport

Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru í skemmtilegan leik í síðasta þætti þar sem Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, gaf sérfræðingunum það verkefni að velja á milli leikmanna.

Leikurinn var í sjálfu sér einfaldur. Mynd af þremur leikmönnum birtist á skjánum og þeir Helgi Már Magnússon og Sævar Sævarsson áttu að segja til um hver þeirra myndi byrja, hver sæti á bekknum og hverjum yrði droppað úr liðinu.

Þrátt fyrir að reglur leiksins séu einfaldar getur það hins vegar verið frekar snúið að velja á milli þriggja góðra leikmanna.

Klippa: Körfuboltakvöld: Byrja, bekkja, droppa

Það var nóg að gera hjá strákunum í að velja hvernig þeir myndu stilla þessum mönnum upp og fengu þeir að kljást við verkefnið fimm sinnum. Fyrst þurftu þeir að velja á milli Chaz Williams (Njarðvík), Ægis Þórs (Stjarnan) og Remy Martin (Keflavík) áður en Joshua Jefferson (Valur), Sigtryggur Arnar (Tindastóll) og DeAndre Kane (Grindavík) komu upp á skjáinn.

Þórir Þorbjarnar (Tindastóll), Tómas Valur (Þór Þ.) og Kristinn Páls (Valur) komu þar á eftir áður en annars vegar Kristófer Acox (Valur), Callum Lawson (Tindastóll) og Óli Óla (Grindavík) og hins vegar Adomas Drungilas (Tindastóll), Douglas Wilson (Álftanes) og Jordan Semple (Þór Þ.) ráku lestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×