Blóðsúthellingar í nafni friðar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 9. janúar 2024 16:01 Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun