Tryggjum mannréttindi fyrir öll! Steinunn Bergmann skrifar 3. janúar 2024 20:31 Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun