Keypti draumahús fyrir mömmu sína eins og hann lofaði henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 09:30 Christian Wood með móður sinni Jeanette Stewart sem heldur á húslyklunum. Hann spilar með Los Angeles Lakers. Samsett/Getty og @Chriswood_5 Bandaríski körfuboltamaðurinn Christian Wood færði mömmu sína flotta nýársgjöf í ár og uppfyllti um leið gamalt loforð sitt. Wood hafði lofað móður sinni að kaupa handa henni draumahúsið áður en hann héldi upp á þrítugsafmælið sitt. Móðir hans heitir Jeanette Stewart og var einstæð móðir með Christian og tvö systkini hans. Hún hefur alla tíð stutt við bakið á honum og var sú sem hughreysti hann þegar hann var ekki valinn í nýliðavalinu á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) Wood gafst ekki upp og komst á endanum inn í NBA. Hann er nú 28 ára gamall og á sínu fyrsta ári með Los Angeles Lakers. Wood hefur flakkað á milli liða frá því að hann kom fyrst inn í NBA-deildina árið 2015. Þessi 203 sentimetra framherji hefur fengið 45 milljónir dollara í laun á ferlinum til og með síðasta tímabili en Wood skrifaði í september undir tveggja ára samning við Lakers sem færir honum 5,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu tvær leiktíðir. Hann hefur því í heildina unnið sér inn um 51 millljón dala eða sjö milljarða íslenskra króna. Wood fékk líka góðan bónus á dögunum þegar Lakers vann fyrsta deildarbikarinn en allir leikmenn sigurliðsins fengu fyrir það hálfa milljón dollara eða 69 milljónir króna. Woods setti myndir af húsinu inn á samfélagsmiðla og sagði frá gjöfinni sinni. Life goal ..Promised my mom at 18 with no money I would get her the house of her dreams before I m 30 fast forward to now I did that !!! I love you pic.twitter.com/jO21bJAclH— 35 (@Chriswood_5) January 1, 2024 NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Wood hafði lofað móður sinni að kaupa handa henni draumahúsið áður en hann héldi upp á þrítugsafmælið sitt. Móðir hans heitir Jeanette Stewart og var einstæð móðir með Christian og tvö systkini hans. Hún hefur alla tíð stutt við bakið á honum og var sú sem hughreysti hann þegar hann var ekki valinn í nýliðavalinu á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) Wood gafst ekki upp og komst á endanum inn í NBA. Hann er nú 28 ára gamall og á sínu fyrsta ári með Los Angeles Lakers. Wood hefur flakkað á milli liða frá því að hann kom fyrst inn í NBA-deildina árið 2015. Þessi 203 sentimetra framherji hefur fengið 45 milljónir dollara í laun á ferlinum til og með síðasta tímabili en Wood skrifaði í september undir tveggja ára samning við Lakers sem færir honum 5,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu tvær leiktíðir. Hann hefur því í heildina unnið sér inn um 51 millljón dala eða sjö milljarða íslenskra króna. Wood fékk líka góðan bónus á dögunum þegar Lakers vann fyrsta deildarbikarinn en allir leikmenn sigurliðsins fengu fyrir það hálfa milljón dollara eða 69 milljónir króna. Woods setti myndir af húsinu inn á samfélagsmiðla og sagði frá gjöfinni sinni. Life goal ..Promised my mom at 18 with no money I would get her the house of her dreams before I m 30 fast forward to now I did that !!! I love you pic.twitter.com/jO21bJAclH— 35 (@Chriswood_5) January 1, 2024
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira