Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 29. desember 2023 12:01 Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í. Við, ásamt framsækinni grasrót og mörgum fleirum, tókum stór skref og sköpuðum vettvang fyrir þau verkefni sem líta dagsins ljós á næstu misserum. Ef við göngum í takt, nýtum tækifærin og höldum rétt á spilunum mun þessi vinna opna dyr fyrir íþróttahreyfinguna inn í nýja framtíð. Árið 2023 markaði tímamót. Þá flutti þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þetta er árið sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fóru í fyrsta sinn undir sama þak. Nálægðin hefur leitt til þess að samstarfið hefur aldrei verið meira og betra. Fyrstu merkin um góða samleið að sameiginlegu markmiði komu fram á þingi ÍSÍ í vor og var það innsiglað í haust á sambandsþingi UMFÍ. Þá voru samþykktar samhljóða tillögur sem fela í sér stofnun svæðastöðva íþróttahéraða um allt land og breytingar á lottógreiðslum. Tillögurnar voru afsprengi samstarfsverkefna fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Svæðastöðvarnar byggja á nýjum samstarfsgrundvelli íþróttahéraða með aðkomu stjórnvalda. Ef allt þróast með þeim hætti sem lagt er upp með verður íþróttahreyfingin alltumlykjandi og allt íþróttastarf tengdara stefnu stjórnvalda og samfélaginu en áður. Enginn er eyland. Lykilorðið að árangri er samvinna. Þær upplýsingar sem við byggjum starf okkar á sýna glöggt kosti samvinnu og þátttöku í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Íslenska forvarnarmódelið hefði aldrei orðið til nema með samvinnu og samstöðu. Við verðum að vera óhrædd við að snúa oftar bökum saman, vera hugmyndarík, sýna djörfung og þor. Þá þurfum við að vera óhrædd við að leita nýrra leiða til að ná í sameiningu til þeirra sem ýmist hafa veikt bakland, eiga annan menningarlegan bakgrunn eða standa af einhverjum ástæðum utan íþróttastarfsins. Við verðum að vinna saman að því að allir verði með á sínum forsendum. Á sambandsþingi UMFÍ í haust sagði forseti Íslands ungmennafélagshreyfinguna geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, verið málsvari hollrar hreyfingar og talað fyrir gildi útivistar, æfinga og keppni. Það þyrfti að gera með jákvæðum hvata og heilbrigðu sjálfstrausti án metings og monts. Þessa hvatningu verndara UMFÍ skulum við tileinka okkur. Þegar við kryddum það svo með gleðinni munu fleiri finna fyrir hinum eftirsóknarverða ungmennafélagsanda. Áramót eru ákveðin tímamót. Þá er gott tækifæri til að staldra við og skoða uppskeru ársins. Frá mínum bæjardyrum séð standa fjölmargar gleðistundir upp úr sem ég hef notið með fjölskyldu, vinum og félögum í ungmennafélagshreyfingunni. Ég er sannfærður um að þau fjölmörgu handtök sjálfboðaliða og starfsmanna í hreyfingunni hafa bætt samfélagið. Fyrir það er ég þakklátur. Það er gefandi að vera hluti af svo öflugri heild sem hefur það að markmiði að vinna saman að því að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið um leið. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að heimsbyggðin geti sem fyrst notið friðar þar sem allir búa í sátt og samlyndi. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands - UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Íþróttir barna Félagasamtök Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í. Við, ásamt framsækinni grasrót og mörgum fleirum, tókum stór skref og sköpuðum vettvang fyrir þau verkefni sem líta dagsins ljós á næstu misserum. Ef við göngum í takt, nýtum tækifærin og höldum rétt á spilunum mun þessi vinna opna dyr fyrir íþróttahreyfinguna inn í nýja framtíð. Árið 2023 markaði tímamót. Þá flutti þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þetta er árið sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fóru í fyrsta sinn undir sama þak. Nálægðin hefur leitt til þess að samstarfið hefur aldrei verið meira og betra. Fyrstu merkin um góða samleið að sameiginlegu markmiði komu fram á þingi ÍSÍ í vor og var það innsiglað í haust á sambandsþingi UMFÍ. Þá voru samþykktar samhljóða tillögur sem fela í sér stofnun svæðastöðva íþróttahéraða um allt land og breytingar á lottógreiðslum. Tillögurnar voru afsprengi samstarfsverkefna fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Svæðastöðvarnar byggja á nýjum samstarfsgrundvelli íþróttahéraða með aðkomu stjórnvalda. Ef allt þróast með þeim hætti sem lagt er upp með verður íþróttahreyfingin alltumlykjandi og allt íþróttastarf tengdara stefnu stjórnvalda og samfélaginu en áður. Enginn er eyland. Lykilorðið að árangri er samvinna. Þær upplýsingar sem við byggjum starf okkar á sýna glöggt kosti samvinnu og þátttöku í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Íslenska forvarnarmódelið hefði aldrei orðið til nema með samvinnu og samstöðu. Við verðum að vera óhrædd við að snúa oftar bökum saman, vera hugmyndarík, sýna djörfung og þor. Þá þurfum við að vera óhrædd við að leita nýrra leiða til að ná í sameiningu til þeirra sem ýmist hafa veikt bakland, eiga annan menningarlegan bakgrunn eða standa af einhverjum ástæðum utan íþróttastarfsins. Við verðum að vinna saman að því að allir verði með á sínum forsendum. Á sambandsþingi UMFÍ í haust sagði forseti Íslands ungmennafélagshreyfinguna geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, verið málsvari hollrar hreyfingar og talað fyrir gildi útivistar, æfinga og keppni. Það þyrfti að gera með jákvæðum hvata og heilbrigðu sjálfstrausti án metings og monts. Þessa hvatningu verndara UMFÍ skulum við tileinka okkur. Þegar við kryddum það svo með gleðinni munu fleiri finna fyrir hinum eftirsóknarverða ungmennafélagsanda. Áramót eru ákveðin tímamót. Þá er gott tækifæri til að staldra við og skoða uppskeru ársins. Frá mínum bæjardyrum séð standa fjölmargar gleðistundir upp úr sem ég hef notið með fjölskyldu, vinum og félögum í ungmennafélagshreyfingunni. Ég er sannfærður um að þau fjölmörgu handtök sjálfboðaliða og starfsmanna í hreyfingunni hafa bætt samfélagið. Fyrir það er ég þakklátur. Það er gefandi að vera hluti af svo öflugri heild sem hefur það að markmiði að vinna saman að því að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið um leið. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að heimsbyggðin geti sem fyrst notið friðar þar sem allir búa í sátt og samlyndi. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands - UMFÍ.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun