Körfubolti

Jöfnuðu gamalt met sem enginn vill eiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Detroit Pistons eru vafalaust orðnir þreyttir á því að tapa.
Leikmenn Detroit Pistons eru vafalaust orðnir þreyttir á því að tapa. Vísir/Getty

Leikmenn Detroit Pistons máttu þóla ellefu stiga tap er liðið heimsótti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á aðfaranótt aðfangadags, 126-115.

Liðið hefur nú aðeins unnið tvo af fyrstu 29 leikjum tímabilsins og situr sem fastast á botni Austurdeildarinnar.

Þá var þetta 26. tap Detroit Pistons í röð, sem er jöfnun á meti sem enginn vill eiga. Tveimur öðrum liðum hefur tekist að tapa 26 leikjum í röð, en Cleveland Cavaliers gerði það tímabilið 2010-2011 og Philadelphia 76ers tapaði einnig 26 leikjum í röð tímabilið 2013-2014.

Þrátt fyrir þetta slæma gengi liðsins segist þjálfari liðsins, Monty Williams, þó vera stoltu af leikmönnunum.

„Það er ömurlegt að tapa og við erum búnir að gera nóg af því í ár,“ sagði Williams. „En ég er stoltur af því að strákarnir halda alltaf áfram að berjast á hverju kvöldi.“

„Þessir strákar vilja ekki vera hluti af einhverri taphrinu. Þeir mæta á hverjum degi og eru einbeittir og hungraðir í að ná í sigur.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×