Um húsnæðismál á Reykjalundi Andrea Hlín Harðardóttir, Edda Björk Skúladóttir og Rúnar Helgi Andrason skrifa 22. desember 2023 10:31 Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar