Um húsnæðismál á Reykjalundi Andrea Hlín Harðardóttir, Edda Björk Skúladóttir og Rúnar Helgi Andrason skrifa 22. desember 2023 10:31 Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun