Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 15:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson0 er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðuneyti hans er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vísir/Ívar Fannar Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37