Körfubolti

Lög­mál leiksins: Allt­of mikil meðvirkni með Draymond

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Draymond Green á sér lengri ofbeldissögu en flestir og var á dögunum dæmdur í ótímabundið bann frá keppni.
Draymond Green á sér lengri ofbeldissögu en flestir og var á dögunum dæmdur í ótímabundið bann frá keppni. AP Photo/Nate Billings

Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson funduðu saman í Lögmáli leiksins og ræddu meðal annars ótímabundna bannið sem Draymond Green hlaut á dögunum fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik gegn Phoenix Suns síðastliðinn þriðjudag. 

Draymond var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að hafa tekið Rudy Gobert hálstaki í leik gegn Minnesota Timberwolves. NBA deildin dæmdi hann í ótímabundið bann frá keppni og sögðu hann aðeins mega hefja aftur störf að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 

Leikmaðurinn er sagður hafa fundað með Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóra Golden State Warriors og umboðsmanni sínum, Rich Paul. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að leita sér aðstoðar við reiðis- og ofbeldisvandamálum sínum.

Draymond hefur lengi getið af sér orðspor sem afar grófur leikmaður en upp á síðkastið hefur hann orðið enn ofbeldisfyllri. Eftir að hafa hlotið bann á dögunum rifjaðist upp atvik sem má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem Draymond kýldi þáverandi liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu.

Kjartan og Sigurður sammældust um að hegðun hans væri algjörlega óásættanleg og sögðu Golden State Warriors hafa sýnt of mikla meðvirkni með leikmanninum. 

Klippa: Lögmál Leiksins: Draymond að vera Draymond

Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×